Stríð um tilveru og grunngildi Finnur Th. Eiríksson skrifar 11. október 2023 13:01 Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun