Segir Glódísi Perlu einn besta leikmann Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 23:30 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Wales. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina markið í sigurleik Íslands á Wales í Þjóðadeildinni í gær. Elísa Viðarsdóttir segir að Glódís Perla sé einn besti leikmaður Evrópu. Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó