Leggja taugaóstyrkir Sjálfstæðismenn ef til vill sjálfir fram vantraust? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 11:46 „Það eru þingmennríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust,“ segir Þorbjörg. Vísir/Vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á taugum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar um stöðu stjórnarsamstarfsins. Tilefnið eru vangaveltur um mögulegt vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira