Öfgafullur seðlabanki? Stefán Ólafsson skrifar 23. ágúst 2023 12:30 Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun