Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 10:55 Birgir Finnsson er starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir. Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir.
Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira