Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. ágúst 2023 20:35 Össur á geymslueiningu í húsnæðinu sem brann og glataði þar fjölda fornbíla og öðrum antíkmunum. Vísir/Steingrímur Dúi Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu. Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu.
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46
Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49