Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 08:49 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum. Hún segist enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. AP Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears) Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears)
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira