„Er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki“ Kári Mímisson skrifar 23. júní 2023 23:15 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var að vonum vonsvikinn með 5-2 tap sinna manna í kvöld gegn HK. Varnarleikur Blika var ofboðslega dapur oft á tíðum í kvöld og útskýrði Óskar tapið með því að benda á það hversu illa liðið hafði varist fyrirgjöfum HK. „Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
„Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn