Aurarnir hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 16:22 Aurarnir eru fyrir löngu horfnir sem mynt og munu á morgun hverfa úr greiðslukortakerfum. Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“ Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“
Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent