CERT-IS varar við vefveiðum í gegnum smáskilaboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2023 06:42 Gott getur verið að skoða vel vefslóðina sem beint er á. CERT-IS Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks. „Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS. Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS.
Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira