Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2023 15:37 Miley Cyrus er á góðum stað í lífinu eftir erfiðan kafla. Getty/arturo holmes Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. Miley gekk í gegnum mjög erfitt tímabil í kjölfar skilnaðar hennar við leikarann Liam Hemsworth árið 2019. Miley og Liam höfðu átt í slitróttu og stormasömu sambandi frá því að þau kynntust við tökur á myndinni The Last Song árið 2009. Þau gengu í hjónaband árið 2018 en höfðu sótt um skilnað tæpu ári síðar. Miley var sökuð um það að hafa haldið framhjá Liam en hún þvertók fyrir þær ásakanir. „Það kenndu henni allir um skilnaðinn og sögðu hana vera svo villta, en það var ekki sanngjarnt. Samband þeirra og hjónabandið var eitrað og hún var í mikilli ástarsorg,“ er haft eftir heimildarmanni People. Finnst kominn tími til að hún segi sína hlið sögunnar Nú hefur Miley gefið sér nokkur ár í að vinna í sjálfri sér og finnst henni loksins kominn tími til þess að heimurinn fái að heyra hennar hlið af sögunni. Nýlega gaf hún út plötuna Endless Summer Vacation en á henni er meðal annars að finna Flowers sem hefur verið eitt vinsælasta lag í heimi síðan það kom út. Þó svo að Liam sé hvergi nefndur á nafn í laginu inniheldur bæði textinn og myndbandið fjölmargar vísbendingar þess að lagið fjalli um Liam og hve illa hann kom fram við Miley. „Hún er ekki að reyna koma óorði á Liam en henni finnst hún samt hafa fullan rétt á því að segja sína sögu eftir að allir tættu hana í sig eftir skilnaðinn,“ segir heimildarmaður People. Gengur vel og er að njóta lífsins Liam hefur verið í sambandi með áströlsku fyrirsætunni Gabriellu Brooks frá árinu 2019. Sjálf er Miley búin að vera í sambandi með trommaranum Maxx Morado í rúmt ár og er hún sögð heilbrigðari og hamingjusamari en hún hefur verið í langan tíma. „Hann [Maxx] hefur engan áhuga á því að verða frægur. Hann lætur lítið fyrir sér fara. Miley elskar þá eiginleika. Miley getur verið hún sjálf. Þau styðja hvort annað í því sem þau eru að gera. Miley er að njóta lífsins og hlutirnir ganga vel.“ View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Hollywood Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Miley Cyrus skýtur fast á fyrrverandi í nýju lagi Söngkonan Miley Cyrus var að senda frá sér lagið Flowers og það virðist sem lagið fjalli um hjónaband hennar og Liam Hemsworth. Aðdáendur hennar eru að minnsta kosti sannfærðir um það. 16. janúar 2023 13:15 Liam Hemsworth kominn með kærustu Ástralski leikarinn Liam Hemsworth hefur sést með nýrri dömu undanfarið. 12. október 2019 22:02 Miley þvertekur fyrir ásakanir um framhjáhald og gerir upp skrautlega fortíð sína Orðrómur þess efnis að hjónaband þeirra Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafi endað vegna framhjáhalds hefur farið hátt undanfarnar vikur. 22. ágúst 2019 18:59 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Miley gekk í gegnum mjög erfitt tímabil í kjölfar skilnaðar hennar við leikarann Liam Hemsworth árið 2019. Miley og Liam höfðu átt í slitróttu og stormasömu sambandi frá því að þau kynntust við tökur á myndinni The Last Song árið 2009. Þau gengu í hjónaband árið 2018 en höfðu sótt um skilnað tæpu ári síðar. Miley var sökuð um það að hafa haldið framhjá Liam en hún þvertók fyrir þær ásakanir. „Það kenndu henni allir um skilnaðinn og sögðu hana vera svo villta, en það var ekki sanngjarnt. Samband þeirra og hjónabandið var eitrað og hún var í mikilli ástarsorg,“ er haft eftir heimildarmanni People. Finnst kominn tími til að hún segi sína hlið sögunnar Nú hefur Miley gefið sér nokkur ár í að vinna í sjálfri sér og finnst henni loksins kominn tími til þess að heimurinn fái að heyra hennar hlið af sögunni. Nýlega gaf hún út plötuna Endless Summer Vacation en á henni er meðal annars að finna Flowers sem hefur verið eitt vinsælasta lag í heimi síðan það kom út. Þó svo að Liam sé hvergi nefndur á nafn í laginu inniheldur bæði textinn og myndbandið fjölmargar vísbendingar þess að lagið fjalli um Liam og hve illa hann kom fram við Miley. „Hún er ekki að reyna koma óorði á Liam en henni finnst hún samt hafa fullan rétt á því að segja sína sögu eftir að allir tættu hana í sig eftir skilnaðinn,“ segir heimildarmaður People. Gengur vel og er að njóta lífsins Liam hefur verið í sambandi með áströlsku fyrirsætunni Gabriellu Brooks frá árinu 2019. Sjálf er Miley búin að vera í sambandi með trommaranum Maxx Morado í rúmt ár og er hún sögð heilbrigðari og hamingjusamari en hún hefur verið í langan tíma. „Hann [Maxx] hefur engan áhuga á því að verða frægur. Hann lætur lítið fyrir sér fara. Miley elskar þá eiginleika. Miley getur verið hún sjálf. Þau styðja hvort annað í því sem þau eru að gera. Miley er að njóta lífsins og hlutirnir ganga vel.“ View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Hollywood Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Miley Cyrus skýtur fast á fyrrverandi í nýju lagi Söngkonan Miley Cyrus var að senda frá sér lagið Flowers og það virðist sem lagið fjalli um hjónaband hennar og Liam Hemsworth. Aðdáendur hennar eru að minnsta kosti sannfærðir um það. 16. janúar 2023 13:15 Liam Hemsworth kominn með kærustu Ástralski leikarinn Liam Hemsworth hefur sést með nýrri dömu undanfarið. 12. október 2019 22:02 Miley þvertekur fyrir ásakanir um framhjáhald og gerir upp skrautlega fortíð sína Orðrómur þess efnis að hjónaband þeirra Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafi endað vegna framhjáhalds hefur farið hátt undanfarnar vikur. 22. ágúst 2019 18:59 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Miley Cyrus skýtur fast á fyrrverandi í nýju lagi Söngkonan Miley Cyrus var að senda frá sér lagið Flowers og það virðist sem lagið fjalli um hjónaband hennar og Liam Hemsworth. Aðdáendur hennar eru að minnsta kosti sannfærðir um það. 16. janúar 2023 13:15
Liam Hemsworth kominn með kærustu Ástralski leikarinn Liam Hemsworth hefur sést með nýrri dömu undanfarið. 12. október 2019 22:02
Miley þvertekur fyrir ásakanir um framhjáhald og gerir upp skrautlega fortíð sína Orðrómur þess efnis að hjónaband þeirra Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafi endað vegna framhjáhalds hefur farið hátt undanfarnar vikur. 22. ágúst 2019 18:59