Hæstiréttur hafnar beiðni aðgerðarsinna Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 10:42 Elínborg Harpa í Landsrétti í nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot. Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22