Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2022 22:11 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi. Kringvarpið Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00