Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 18:45 Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira