Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 21:42 Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn Niemann. Chess24.com Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Wall Street Journal greinir frá því að samkvæmt skýrslu Chess.com hafi skákmaðurinn játað ásakanirnar við stjórnendur vefsíðunnar á sínum tíma og verið settur í tímabundið bann frá skáksíðunni í kjölfarið. Í skýrslunni eru skjáskot af samskiptum Niemann og stjórnenda Chess.com. Niemann á meðal annars að hafa svindlað á móti rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi, sem keppti við Magnus Carlsen um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Skýrslan er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Carlsen hætti keppni í tvígang Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu í byrjun september þar sem hann keppti á móti Niemann. Orðrómar fóru fljótlega á kreik um að Carlsen hafi talið Niemann hafa verið að svindla. Skömmu síðar tefldu þeir aftur og gaf Carlsen skákina án taflmennsku í mótmælaskyni. Fyrir rúmri viku sendi heimsmeistarinn loks frá sér skýra yfirlýsingu þar sem hann sakaði Niemann um enn meira svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira
Wall Street Journal greinir frá því að samkvæmt skýrslu Chess.com hafi skákmaðurinn játað ásakanirnar við stjórnendur vefsíðunnar á sínum tíma og verið settur í tímabundið bann frá skáksíðunni í kjölfarið. Í skýrslunni eru skjáskot af samskiptum Niemann og stjórnenda Chess.com. Niemann á meðal annars að hafa svindlað á móti rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi, sem keppti við Magnus Carlsen um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Skýrslan er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Carlsen hætti keppni í tvígang Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu í byrjun september þar sem hann keppti á móti Niemann. Orðrómar fóru fljótlega á kreik um að Carlsen hafi talið Niemann hafa verið að svindla. Skömmu síðar tefldu þeir aftur og gaf Carlsen skákina án taflmennsku í mótmælaskyni. Fyrir rúmri viku sendi heimsmeistarinn loks frá sér skýra yfirlýsingu þar sem hann sakaði Niemann um enn meira svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira
Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29
Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35
Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00