Hefja gjaldtöku vegna bíla sem standa óhreyfðir dögum saman Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2022 08:00 Miðjan á Hellu. Langtímabílastæðin sem um ræðir eru lengst til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm Rangárþing ytra hyggst hefja gjaldtöku á langtímabílastæðum við verslunar- og skrifstofukjarnann Miðjuna á Hellu á næsta ári. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan. Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan.
Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira