Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2022 21:31 Katarzyna segir hundinn af ljúfan. Vísir/Vilhelm Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna. Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna.
Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira