„Vorum grátlega nálægt þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 21:15 Þorsteinn var stoltur af leikmönnum sínum eftir leik kvöldsins. Alex Livesey/Getty Images Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó