Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 09:23 Guðrún Aspelund. Vísir/Sigurjón Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. „Ég hef öðlast góða sýn á starf sóttvarnarlæknis undanfarin ár og sé í starfinu tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég geri mér grein fyrir að starfinu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan,“ er haft eftir Guðrúnu á vef landlæknisembættisins. „Ég er mjög ánægð með ráðningu Guðrúnar í starf sóttvarnalæknis. Hún er með góða menntun og reynslu sem mun nýtast en hefur einnig til að bera nauðsynlega eiginleika fyrir krefjandi starf sóttvarnalæknis, m.a. góða samskiptahæfni, vinnusemi, skipulagshæfni, sjálfstæði og yfirvegun,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Á vef landlæknisembættisins segir um menntun og reynslu Guðrúnar: „Hún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum en hún var lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. Guðrún, sem jafnframt hefur lokið meistaranámi í líftölfræði, hefur góða þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra og hefur að auki komið að birtingu vísindagreina um smitsjúkdóma og sýklalyfjanotkun. Hún hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á verkefnum sóttvarnasviðs í starfi sínu undanfarin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opinberrar stjórnsýslu.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vistaskipti Tengdar fréttir Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
„Ég hef öðlast góða sýn á starf sóttvarnarlæknis undanfarin ár og sé í starfinu tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég geri mér grein fyrir að starfinu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan,“ er haft eftir Guðrúnu á vef landlæknisembættisins. „Ég er mjög ánægð með ráðningu Guðrúnar í starf sóttvarnalæknis. Hún er með góða menntun og reynslu sem mun nýtast en hefur einnig til að bera nauðsynlega eiginleika fyrir krefjandi starf sóttvarnalæknis, m.a. góða samskiptahæfni, vinnusemi, skipulagshæfni, sjálfstæði og yfirvegun,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Á vef landlæknisembættisins segir um menntun og reynslu Guðrúnar: „Hún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum en hún var lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. Guðrún, sem jafnframt hefur lokið meistaranámi í líftölfræði, hefur góða þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra og hefur að auki komið að birtingu vísindagreina um smitsjúkdóma og sýklalyfjanotkun. Hún hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á verkefnum sóttvarnasviðs í starfi sínu undanfarin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opinberrar stjórnsýslu.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vistaskipti Tengdar fréttir Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26