„Mjög óvinsæl“ en verður með á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 15:01 Nadia Nadim hefur leikið 99 landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Stephen McCarthy Danir verða líkt og Íslendingar á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði og nú hefur danski landsliðsþjálfarinn Lars Söndergaard tilkynnt hvaða 23 leikmenn hann ætlar að taka með á mótið. Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira