Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 08:08 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í. Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins. Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins.
Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira