Guðjón Pétur og Hermann ná sáttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 14:01 Guðjón Pétur á fleygiferð gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni. Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast