Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 13:35 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30