Pólariseríng minni en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 10:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar. Vísir/Bebbý Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00