Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik með ÍBV á móti Val í Olís deildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti) Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti)
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira