Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 22:18 Sólveig Anna Jónsdóttir hvatti félagsmenn Eflingar til að standa saman. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira