Halldór Jóhann Sigfússon: Þetta var bara alvöru hiti Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 22:08 „Það er mjög gott að hafa unnið leikinn, við spiluðum að mörgu leiti mjög góðan fyrri hálfleik aftur svipaður og í síðasta leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir fimm marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld, lokastaða 25 - 30. „Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“ UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“
UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð