Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 09:00 Næstu dagana verður fjallað um bestu leikmenn efstu deildar í fótbolta frá 1992. grafík/sara Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmanna allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið! Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmanna allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið!
Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson
Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti