Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 08:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. vísir/vilhelm Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira