Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2022 11:14 Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangrun. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20