Tárast yfir minnisvarðanum í heimabæ mömmu Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 10:31 Dalahesturinn og skiltið sem sýnir heimsmetshæð Armand Duplantis sem á myndinni til hægri virðist vart trúa eigin augum eftir að hafa slegið heimsmetið í Serbíu í vikunni. @mondohoss600/Getty Þó að Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, sé fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum er minnisvarði honum til heiðurs í sænska smábænum Avesta. Ástæðan er auðvitað sú að Duplantis keppir fyrir hönd Svíþjóðar og að móðir hans, fyrrverandi sjöþrautarkonan Helena, er frá Avesta. Þar varði Duplantis líka mörgum sumrum hjá ömmu sinni og afa. Eftir að Duplantis komst yfir 6,19 metra á móti í Serbíu í vikunni var minnisvarðanum í Avesta breytt, til að sýna nýja heimsmetið, en Duplantis birti mynd af honum á samfélagsmiðlum: In my mother s hometown pic.twitter.com/GuJLoEJtVW— Mondo Duplantis (@mondohoss600) March 9, 2022 Eins og sjá má stendur minnisvarðinn við hlið stórs Dalahests en leikfangið fræga er orðið að einkennismerki fyrir sænsku Dalina. Duplantis hefur áður sagt að það hafi haft afar mikla þýðingu fyrir hann að sjá minnisvarðann rísa. Hann hafi áður í raun ekki gert sér nægilega vel grein fyrir því hve merkilegt það væri að hafa sett heimsmet. „Þegar ég sá minnismerkið við Dalahestinn skyldi ég fyrst hvað frammistaða mín hafði mikla merkingu. Það er fallegt af þeim að reisa svona minnisvarða mér til heiðurs við hliðina á einkennismerki alls svæðisins. Ég brotnaði saman þegar ég sá þetta. Ég gat ekki haldið aftur af tárunum,“ sagði Duplantis í viðtali í lok árs 2020. Duplantis hafði reynt 51 sinni við 6,19 metra og tókst loks að komast yfir rána í Serbíu, þar sem heimsmeistaramótið innanhúss fer einmitt fram eftir rúma viku. „Loksins!“ sagði Helena móðir hans við SVT. „Þetta var skemmtilegt. Hann hefur verið svo nálægt þessu svo oft,“ sagði Helena og benti á að stökkið gæfi góð fyrirheit fyrir HM. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Ástæðan er auðvitað sú að Duplantis keppir fyrir hönd Svíþjóðar og að móðir hans, fyrrverandi sjöþrautarkonan Helena, er frá Avesta. Þar varði Duplantis líka mörgum sumrum hjá ömmu sinni og afa. Eftir að Duplantis komst yfir 6,19 metra á móti í Serbíu í vikunni var minnisvarðanum í Avesta breytt, til að sýna nýja heimsmetið, en Duplantis birti mynd af honum á samfélagsmiðlum: In my mother s hometown pic.twitter.com/GuJLoEJtVW— Mondo Duplantis (@mondohoss600) March 9, 2022 Eins og sjá má stendur minnisvarðinn við hlið stórs Dalahests en leikfangið fræga er orðið að einkennismerki fyrir sænsku Dalina. Duplantis hefur áður sagt að það hafi haft afar mikla þýðingu fyrir hann að sjá minnisvarðann rísa. Hann hafi áður í raun ekki gert sér nægilega vel grein fyrir því hve merkilegt það væri að hafa sett heimsmet. „Þegar ég sá minnismerkið við Dalahestinn skyldi ég fyrst hvað frammistaða mín hafði mikla merkingu. Það er fallegt af þeim að reisa svona minnisvarða mér til heiðurs við hliðina á einkennismerki alls svæðisins. Ég brotnaði saman þegar ég sá þetta. Ég gat ekki haldið aftur af tárunum,“ sagði Duplantis í viðtali í lok árs 2020. Duplantis hafði reynt 51 sinni við 6,19 metra og tókst loks að komast yfir rána í Serbíu, þar sem heimsmeistaramótið innanhúss fer einmitt fram eftir rúma viku. „Loksins!“ sagði Helena móðir hans við SVT. „Þetta var skemmtilegt. Hann hefur verið svo nálægt þessu svo oft,“ sagði Helena og benti á að stökkið gæfi góð fyrirheit fyrir HM.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira