Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 14:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er stödd í Lundúnum þar sem nú fer fram fundur í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum. Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum.
Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57