Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þungavigtin Það styttist óðum í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en það hefst strax um páskana í ár. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu leikmannahóp Valsmanna sem er svakalega sterkur á blaði. Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast