Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:19 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty/Finnbarr Webster Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu.
Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira