Dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 07:54 Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að frásögn konunnar hafi ekki gengið upp, en hún hafði sakað fyrrverandi kærasta sinn um húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa með röngum framburði hjá lögreglu leitast við að koma því til leiðar að maður sem hún hafði átt í sambandi við yrði dæmdur fyrir húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu. Fullnusta refsingarinnar fellur niður að þremur árum liðnum, haldi konan almennt skilorð. Konan var jafnframt dæmd til að greiða manninum 750 þúsund krónur í bætur, auk máls- og sakarkostnað, samtals um 1,2 milljónir króna. Í ákæru kom fram að konan hafi á föstudagskvöldi í febrúar 2020 fullyrt við lögreglu að maðurinn hafi ruðst inn á heimili hennar, tekið hana hálstaki tvisvar og skipað henni að setjast á stól og bundið hendur hennar með strappbandi og reynt að binda fætur hennar. Auk þess sakaði konan manninn um að hafa áreitt sig og skert friðhelgi hennar í langan tíma eftir sambandsslit. Með strappband um úlnlið Framburður konunnar leiddi til að lögregla hóf rannsókn á ásökununum, handtók manninn og tók af honum skýrslu með réttarstöðu sakbornings og vistaði í fangageymslu. Þá hafi honum verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en lögreglustjóri felldi síðar bannið niður í lok sama mánaðar, það er febrúar 2020. Í dómnum segir að lögregla hafi mætt að heimili konunnar þar sem nágranni lýsti því að hann hafi klippt strappband af úlnlið konunnar. Áverkar hafi verið á úlnlið konunnar sem hafi verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði konan að fyrrverandi kærasti hennar hafi ruðst inn á heimili hennar líkt og lýst var í ákæru. Sagði hún þau hafa átt í ástarsambandi í um hálft ár og að um ár væri liðið frá sambandsslitunum. Fullyrði hún að maðurinn hafi áreitt hana mikið í kjölfar sambandsslitanna, ýmist í síma, í Facebook-skilaboðum og á heimili hennar. Konan var svo flutt á sjúkrahús sama kvöld og lögreglu bar að garði. Maðurinn handtekinn Maðurinn var í kjölfarið handtekinn á heimili sínu síðar um nóttina og tekin af honum skýrsla daginn eftir. Hann varlátinn laus síðar sama dag, gert að sæta nálgunarbanni við konuna í sex mánuði, en bannið var fellt úr gildi um tíu dögum síðar. Í dómi segir að rannsókn lögreglu hafi svo leitt í ljós að frásögn konunnar hafi ekki gengið upp. Nágrannar hafi ekki heyrt nein læti frá íbúð konunnar og gögn hafi ekki stutt það að brotaþoli hefði setið um eða áreitt ákærðu. „Vendipunktur í rannsókninni hafi verið þegar nágrannar lýstu því að ákærða hafi komið til þeirra daginn eftir, í uppnámi, með dragband um úlnlið en ákærði hafi á þeim tíma verið í fangaklefa,“ segir í dómnum. Yfirheyrð sem sakborningur Konan var yfirheyrð sem sakborningur, grunuð um að hafa borið brotaþola röngum sökum, í maí 2020. Þar kaus hún að mestu að svara ekki spurningum sem lutu að því sem hún hafði áður borið á brotaþola eða kvaðst ekki geta útskýrt það sem um var spurt. Hún játaði svo fyrir dómi að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum með röngum framburði. „Með vísan til játningarinnar, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og samrýmist gögnum málsins, er nægilega sannað að hún hafi gerst sek um rangar sakargiftir. Þá er það mat dómsins að með skýrslum sínum hjá lögreglu, sem hún bar hvorki til baka að eigin frumkvæði né í síðari skýrslutöku, hafi ákærða komið því til leiðar að brotaþoli var grunaður um alvarlegt refsivert athæfi, handtekinn, vistaður í fangaklefa yfir nótt, veitti lögreglu aðgang að persónulegum upplýsingum sínum, og látinn sæta nálgunarbanni. Verður að líta svo á að hún hafi í það minnsta látið sér í léttu rúmi liggja að ákærði yrði ákærður. Verður ákærða því sakfelld,“ segir í dómnum. Dómsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Fullnusta refsingarinnar fellur niður að þremur árum liðnum, haldi konan almennt skilorð. Konan var jafnframt dæmd til að greiða manninum 750 þúsund krónur í bætur, auk máls- og sakarkostnað, samtals um 1,2 milljónir króna. Í ákæru kom fram að konan hafi á föstudagskvöldi í febrúar 2020 fullyrt við lögreglu að maðurinn hafi ruðst inn á heimili hennar, tekið hana hálstaki tvisvar og skipað henni að setjast á stól og bundið hendur hennar með strappbandi og reynt að binda fætur hennar. Auk þess sakaði konan manninn um að hafa áreitt sig og skert friðhelgi hennar í langan tíma eftir sambandsslit. Með strappband um úlnlið Framburður konunnar leiddi til að lögregla hóf rannsókn á ásökununum, handtók manninn og tók af honum skýrslu með réttarstöðu sakbornings og vistaði í fangageymslu. Þá hafi honum verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en lögreglustjóri felldi síðar bannið niður í lok sama mánaðar, það er febrúar 2020. Í dómnum segir að lögregla hafi mætt að heimili konunnar þar sem nágranni lýsti því að hann hafi klippt strappband af úlnlið konunnar. Áverkar hafi verið á úlnlið konunnar sem hafi verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði konan að fyrrverandi kærasti hennar hafi ruðst inn á heimili hennar líkt og lýst var í ákæru. Sagði hún þau hafa átt í ástarsambandi í um hálft ár og að um ár væri liðið frá sambandsslitunum. Fullyrði hún að maðurinn hafi áreitt hana mikið í kjölfar sambandsslitanna, ýmist í síma, í Facebook-skilaboðum og á heimili hennar. Konan var svo flutt á sjúkrahús sama kvöld og lögreglu bar að garði. Maðurinn handtekinn Maðurinn var í kjölfarið handtekinn á heimili sínu síðar um nóttina og tekin af honum skýrsla daginn eftir. Hann varlátinn laus síðar sama dag, gert að sæta nálgunarbanni við konuna í sex mánuði, en bannið var fellt úr gildi um tíu dögum síðar. Í dómi segir að rannsókn lögreglu hafi svo leitt í ljós að frásögn konunnar hafi ekki gengið upp. Nágrannar hafi ekki heyrt nein læti frá íbúð konunnar og gögn hafi ekki stutt það að brotaþoli hefði setið um eða áreitt ákærðu. „Vendipunktur í rannsókninni hafi verið þegar nágrannar lýstu því að ákærða hafi komið til þeirra daginn eftir, í uppnámi, með dragband um úlnlið en ákærði hafi á þeim tíma verið í fangaklefa,“ segir í dómnum. Yfirheyrð sem sakborningur Konan var yfirheyrð sem sakborningur, grunuð um að hafa borið brotaþola röngum sökum, í maí 2020. Þar kaus hún að mestu að svara ekki spurningum sem lutu að því sem hún hafði áður borið á brotaþola eða kvaðst ekki geta útskýrt það sem um var spurt. Hún játaði svo fyrir dómi að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum með röngum framburði. „Með vísan til játningarinnar, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og samrýmist gögnum málsins, er nægilega sannað að hún hafi gerst sek um rangar sakargiftir. Þá er það mat dómsins að með skýrslum sínum hjá lögreglu, sem hún bar hvorki til baka að eigin frumkvæði né í síðari skýrslutöku, hafi ákærða komið því til leiðar að brotaþoli var grunaður um alvarlegt refsivert athæfi, handtekinn, vistaður í fangaklefa yfir nótt, veitti lögreglu aðgang að persónulegum upplýsingum sínum, og látinn sæta nálgunarbanni. Verður að líta svo á að hún hafi í það minnsta látið sér í léttu rúmi liggja að ákærði yrði ákærður. Verður ákærða því sakfelld,“ segir í dómnum.
Dómsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira