Dívur frá Detroit á toppnum Tinni Sveinsson skrifar 24. nóvember 2021 20:02 Dames Brown er tríó frá Detroit-borg. Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög október og nóvembermánaðar. Á toppnum trónir Dames Brown, tríó söngdíva frá Detroit. „Lagið með Dames Brown er soul-skotin house-sprengja. Það er unnið með listamönnunum Amp Fiddler og Andrés og hefur vakið mikla athygli. Annars er greinilegt að það er komin smá útgáfusprengja. Það eru frábærar plötur og lög að koma út núna síðustu vikur ársins,“ segir Helgir Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yqJtQzxdIz0">watch on YouTube</a> Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. Til þess að finna listann fyrir október og nóvember var leitað til plötusnúða bæjarins og helstu lista tónlistarpressunnar skoðaðir. Klippa: Party Zone listinn top 30 Þungskýjað og haustlegt „Á listanum eru gamlar og nýjar hetjur úr teknó og húsgeiranum. Masters At Work eru mættir með nýtt lag, Booka Shade með nýja plötu og Bonobo með nýtt og afar þungskýjað, haustlegt efni. Þarna eru stórir klúbbaslagarar frá Maceo Plex og engum öðrum en David Morales. Meðal nýrra og feskra listamanna má nefna Fatima Yamaha sem vinnur með gamla 80s slagarann Solid í góðar 12 mínútur og úr verður dansgólfatryllir sem á eftir að gera það mjög gott næstu vikur og mánuði,“ segir Helgi. Múmía af Tunglinu „Múmía þáttarins er topplag PartyZone listans fyrir 30 árum síðan. Listi sem kynntur var í þættinum á Útrás á laugardagskvöldi í nóvember 1991. Þeir sem sóttu skemmtistaðinn Tunglið á þeim árum þekkja þessa klassík vel. Þetta lag slæddist líka inná reifin sem haldin voru á hinum ýmsu stöðum í úthverfum borgarinnar og voru auglýst grimmt í þættinum.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1ZcMgZYnN20">watch on YouTube</a> PartyZone Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lagið með Dames Brown er soul-skotin house-sprengja. Það er unnið með listamönnunum Amp Fiddler og Andrés og hefur vakið mikla athygli. Annars er greinilegt að það er komin smá útgáfusprengja. Það eru frábærar plötur og lög að koma út núna síðustu vikur ársins,“ segir Helgir Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yqJtQzxdIz0">watch on YouTube</a> Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. Til þess að finna listann fyrir október og nóvember var leitað til plötusnúða bæjarins og helstu lista tónlistarpressunnar skoðaðir. Klippa: Party Zone listinn top 30 Þungskýjað og haustlegt „Á listanum eru gamlar og nýjar hetjur úr teknó og húsgeiranum. Masters At Work eru mættir með nýtt lag, Booka Shade með nýja plötu og Bonobo með nýtt og afar þungskýjað, haustlegt efni. Þarna eru stórir klúbbaslagarar frá Maceo Plex og engum öðrum en David Morales. Meðal nýrra og feskra listamanna má nefna Fatima Yamaha sem vinnur með gamla 80s slagarann Solid í góðar 12 mínútur og úr verður dansgólfatryllir sem á eftir að gera það mjög gott næstu vikur og mánuði,“ segir Helgi. Múmía af Tunglinu „Múmía þáttarins er topplag PartyZone listans fyrir 30 árum síðan. Listi sem kynntur var í þættinum á Útrás á laugardagskvöldi í nóvember 1991. Þeir sem sóttu skemmtistaðinn Tunglið á þeim árum þekkja þessa klassík vel. Þetta lag slæddist líka inná reifin sem haldin voru á hinum ýmsu stöðum í úthverfum borgarinnar og voru auglýst grimmt í þættinum.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1ZcMgZYnN20">watch on YouTube</a>
PartyZone Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira