Lífið

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Björgvin mölbraut á sér vinstri úlnliðinn þegar hann datt af hjóli en var sem betur fer með mótorhjólahjálm sem varði andlitið.
Björgvin mölbraut á sér vinstri úlnliðinn þegar hann datt af hjóli en var sem betur fer með mótorhjólahjálm sem varði andlitið.

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Björgvin greinir frá þessu í Facebook-færslu um tvöleytið í dag.

„Jæja allir að vera með hjálma og bílstjórar PLÍS fylgist þið vel með hjólreiðafólki. Var á litlum hraða á hjólastíg þegar bílstjóri bakkar hratt næstum á mig. Ég rétt næ að forða mér en fylgist ekki nógu vel með og flýg framfyrir mig af hjólinu beint á andlitið og á hendurnar,“ skrifar hann í færslunni.

Björgvin Franz og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum í Þetta er Laddi.

„Sem BETUR fer var ég nýbúinn að fá már lokaðan mótorhjólahjálm því annars væri ég líklega að panta nýjan kjálka OG tennur af Temu,“ skrifar hann jafnframt.

Björgvin segir vinstri úlnliðinn molbrotinn og kominn í gifs en andlitið hafi sloppið þökk sé hjálminum.

„ENGAR áhyggjur þetta hefur gerst áður þannig að ég er vanur að leika Elsu Lund í fatla,“ skrifar hann að lokum. Björgvin fer með hlutverk Elsu Lundar í hinni geysivinsælu gamansýningu Þetta er Laddi sem var frumsýnd í Borgarleikhúsinu síðasta vetur og verður áfram í sýningum á þessu leikári.

Elsa Lund er einn af sígildu karakterum Ladda.

Tengdar fréttir

Leik­sigur Ladda

Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín.

Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund?

„Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.