Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 10:28 „Það er ekki of seint að biðjast afsökunar. Ekki syngja fyrir einræðisherra Sádi-Arabíu,“ segir á einni auglýsingu sem er til sýnis í Los Angeles, borginni sem Justin Bieber býr í. Getty/ Jerod Harris Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu. Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu.
Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30
Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20
Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent