Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 17:29 Alec Baldwin var við tökur á kúrekamyndinni Rust þegar Hutchins lést. Getty/Mark Sagliocco Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. Í yfirlýsingum sem Baldwin birti á Twitter og Instagram í dag lýsti hann atvikinu sem sorglegu slysi og sagðist hann vera í sambandi við lögreglu og að hann myndi hjálpa við rannsókn á því hvað gerðist í rauninni. Þá lýsti hann yfir samúð sinni við fjölskyldu Hutchins. Byssan sem Baldwin hleypti af átti að innihalda púðurskot en fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluna ekki búna að opinbera hvað það var sem skaust úr hlaupi byssunnar og hæfði þau Hutchins og Souza. Slysið varð við tökur á kúrekamyndarinnar Rust. Hutchins var flutt á sjúkrahús með þyrlu þar sem hún lést. 1-There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 Hér má sjá myndefndi AP fréttaveitunnar frá tökustaðnum í Nýju Mexíkó og viðtal við sérfræðing í meðferð skotvopna. Hutchins, sem var 42 ára, úskrifaðist frá American Film Institute árið 2015 og var meðal annars nefnd „rísandi stjarna“ af American Cinematographer árið 2019. Baldwin hefur notið frægðar um árabil en er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 30 Rock. Dauði Hutchens þykir minna á dauða leikarans Brandon Lee við tökur á The Crow árið 1993. Raunveruleg byssukúla reyndist enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og varð Lee fyrir skoti úr henni. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Í yfirlýsingum sem Baldwin birti á Twitter og Instagram í dag lýsti hann atvikinu sem sorglegu slysi og sagðist hann vera í sambandi við lögreglu og að hann myndi hjálpa við rannsókn á því hvað gerðist í rauninni. Þá lýsti hann yfir samúð sinni við fjölskyldu Hutchins. Byssan sem Baldwin hleypti af átti að innihalda púðurskot en fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluna ekki búna að opinbera hvað það var sem skaust úr hlaupi byssunnar og hæfði þau Hutchins og Souza. Slysið varð við tökur á kúrekamyndarinnar Rust. Hutchins var flutt á sjúkrahús með þyrlu þar sem hún lést. 1-There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 Hér má sjá myndefndi AP fréttaveitunnar frá tökustaðnum í Nýju Mexíkó og viðtal við sérfræðing í meðferð skotvopna. Hutchins, sem var 42 ára, úskrifaðist frá American Film Institute árið 2015 og var meðal annars nefnd „rísandi stjarna“ af American Cinematographer árið 2019. Baldwin hefur notið frægðar um árabil en er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 30 Rock. Dauði Hutchens þykir minna á dauða leikarans Brandon Lee við tökur á The Crow árið 1993. Raunveruleg byssukúla reyndist enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og varð Lee fyrir skoti úr henni.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira