Zúistabræðrum hafnað um gögn sem leiddu til rannsóknar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 15:54 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika árið 2017. Vísir Landsréttur hefur hafnað kröfum forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að fá aðgang að erindi frá Skrifstofu fjármálagerninga lörgeglu (SFL) og tilkynningu sem erindið byggði á. Forsvarsmennirnir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Zuism Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Zuism Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira