Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 19:20 Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum (í ræðustól) kynnir rit nefndarinnar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fylgjast með. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent