Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:26 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. vísir/Sigurjón Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent