„Það stendur enginn hnífur í kúnni“ Snorri Másson skrifar 2. júlí 2021 12:21 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023. Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“ Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00
Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00
Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15