Að sjá fórnarlamb sem fórnarlamb Toshiki Toma skrifar 22. júní 2021 07:01 Munið þið eftir máli Marte Dalelv frá árinu 2013? Marte var norsk, þá 24 ára gömul kona er hún kærði samstarfsmann sinn fyrir nauðgun í Dubai. Hún leitaði til lögreglu og bjóst við því að löggæslukerfið myndi vernda hana og réttindi hennar. En gerandi meintrar nauðgunar var aldrei dæmdur fyrir þær sakir, heldur fékk Marta fangelsisdóm fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands og neyslu áfengis, sem eru lögbrot í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eða UAE. Málið vakti mikla athygli í Evrópu þar sem fórnarlamb nauðgunar hafði verið dæmt sekt. Sætti löggæslukrefið í UAE mikilli gagnrýni fyrir vikið, m.a. vegna þess að það byggðist á töluvert öðruvísi gildismati en hinu vestræna sem við sem samfélag erum vön í Evrópu. Í máli Marte fannst okkur sem fórnarlamb (meintar) nauðgunar þótti bara alls ekki fórnarlamb og réttindi Marte og sársauki voru aldrei tekin til skoðunar heldur hafði dómurinn þvert á móti íþyngjandi áhrif. Hvar var þá réttlætið? Í byrjun þess árs greindi Vísir.is/Stöð 2 frá máli Blessing Uzoma Newton á Íslandi. Blessing er nígersk, 35 ára gömul kona. Hún var veidd í gildru af mannsalsaðila þegar hún var aðeins 15 ára og neydd í kynlífsþrælkun í Malí þar sem hún var í fjögur ár. Hún náði að flýja þaðan en sami mansalaðilinn greip hana aftur og sendi hana til Líbíu í sams konar þrælahald og síðar var hún flutt til Ítalíu í sama tilgangi. Hún flúði þaðan og kom til Íslands í desember 2018 og sótti um alþjóðlega vernd. En umsókn hennar um vernd var synjað tvisvar árið 2020 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjanirnar í byrjun þess árs og þetta urðu fréttirnar. Blessing bíður nú framkvæmdar brottvísunar og hefur gert í rúmlega fjögur mánuði. En hún er hér ennþá og hefur tekið þátt í sunnudagsmessum kirkjunnar. Mansal er flókið mál og almenningur skilur það ef til ekki í þaula. Stígamót er ein af þeim stofnunum sem berjast gegn mansali og hafa á því mjög góða sérþekkingu. Starfskonur Stígamóts, þær Anna Bentína Hermansen og Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir birtu mjög góða og fróðlega aðsenda grein hér á Vísi.is þann 4. febrúar og mig langar að hvetja lesendur að lesa þessa grein. Hún hjálpar manni að öðlast þekkingu á mansalsmálum. Í greininni benda höfundarnir fyrst á að „Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu“ og síðan „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands.“ Í úrskurði um mál Blessing kveður Útlendingastofnun upp úr um að það sé engin hætta fyrir Blessing þó að henni verði snúið aftur til Nígeríu, en það álit stendur alveg andspænis tilmælum Flóttamannafulltrúa. Ennfremur mæla höfundarnir: „Tilteknum hópum kvenna í Nígeríu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna.“ Ég er algerlega sammála þassari fullyrðingu Önnu Bentínu og Steinunnar. Í upphafi orðaði ég mál hinnar norsku Marte Dalelv í Dubai. Mér finnst sem það sjónahorn að sjá hana sem fórnarlamb hafi týnst í löggæslukerfinu í UAE. Og að þessu leyti sé ég sameiginlegt atriði við mál Blessing hér á Íslandi. Blessing er fórnarlamb mansals. Er sú staðreynd almennilega viðurkennd í úrskurðunum Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um mál hennar? Eru sársauki hennar og þjáning í þrælahaldi hingað til tekin til almennilegar athugunar? Eru raunsær ótti hennar og hætta metin rétt? Raunar eiga þessar spurningar ekki aðeins við Blessing, heldur öll fórnarlömb mansals. Að senda þau aftur á sama staðinn og þau urðu fórnarlömb er, þó að það farið eftir „ákveðnum vinnubrögðum“ ekkert annað en að hjálpa mansalsaðila óbeinlínis, að fórna fórnalömbunum einu sinni enn. Hvar er þá réttlæti? Hér er Ísland þar sem mannréttindi, jafnréttiskennd og kærleikur eiga að ríkja. Ég vona að yfirvöld hér endurskoði mál Blessing með það á leiðarljósi að sjá fórnarlamb sem fórnarlamb og veiti henni vernd, jafnt sem öllum öðrum fórnarlömbum mansals. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Munið þið eftir máli Marte Dalelv frá árinu 2013? Marte var norsk, þá 24 ára gömul kona er hún kærði samstarfsmann sinn fyrir nauðgun í Dubai. Hún leitaði til lögreglu og bjóst við því að löggæslukerfið myndi vernda hana og réttindi hennar. En gerandi meintrar nauðgunar var aldrei dæmdur fyrir þær sakir, heldur fékk Marta fangelsisdóm fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands og neyslu áfengis, sem eru lögbrot í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eða UAE. Málið vakti mikla athygli í Evrópu þar sem fórnarlamb nauðgunar hafði verið dæmt sekt. Sætti löggæslukrefið í UAE mikilli gagnrýni fyrir vikið, m.a. vegna þess að það byggðist á töluvert öðruvísi gildismati en hinu vestræna sem við sem samfélag erum vön í Evrópu. Í máli Marte fannst okkur sem fórnarlamb (meintar) nauðgunar þótti bara alls ekki fórnarlamb og réttindi Marte og sársauki voru aldrei tekin til skoðunar heldur hafði dómurinn þvert á móti íþyngjandi áhrif. Hvar var þá réttlætið? Í byrjun þess árs greindi Vísir.is/Stöð 2 frá máli Blessing Uzoma Newton á Íslandi. Blessing er nígersk, 35 ára gömul kona. Hún var veidd í gildru af mannsalsaðila þegar hún var aðeins 15 ára og neydd í kynlífsþrælkun í Malí þar sem hún var í fjögur ár. Hún náði að flýja þaðan en sami mansalaðilinn greip hana aftur og sendi hana til Líbíu í sams konar þrælahald og síðar var hún flutt til Ítalíu í sama tilgangi. Hún flúði þaðan og kom til Íslands í desember 2018 og sótti um alþjóðlega vernd. En umsókn hennar um vernd var synjað tvisvar árið 2020 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjanirnar í byrjun þess árs og þetta urðu fréttirnar. Blessing bíður nú framkvæmdar brottvísunar og hefur gert í rúmlega fjögur mánuði. En hún er hér ennþá og hefur tekið þátt í sunnudagsmessum kirkjunnar. Mansal er flókið mál og almenningur skilur það ef til ekki í þaula. Stígamót er ein af þeim stofnunum sem berjast gegn mansali og hafa á því mjög góða sérþekkingu. Starfskonur Stígamóts, þær Anna Bentína Hermansen og Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir birtu mjög góða og fróðlega aðsenda grein hér á Vísi.is þann 4. febrúar og mig langar að hvetja lesendur að lesa þessa grein. Hún hjálpar manni að öðlast þekkingu á mansalsmálum. Í greininni benda höfundarnir fyrst á að „Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu“ og síðan „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands.“ Í úrskurði um mál Blessing kveður Útlendingastofnun upp úr um að það sé engin hætta fyrir Blessing þó að henni verði snúið aftur til Nígeríu, en það álit stendur alveg andspænis tilmælum Flóttamannafulltrúa. Ennfremur mæla höfundarnir: „Tilteknum hópum kvenna í Nígeríu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna.“ Ég er algerlega sammála þassari fullyrðingu Önnu Bentínu og Steinunnar. Í upphafi orðaði ég mál hinnar norsku Marte Dalelv í Dubai. Mér finnst sem það sjónahorn að sjá hana sem fórnarlamb hafi týnst í löggæslukerfinu í UAE. Og að þessu leyti sé ég sameiginlegt atriði við mál Blessing hér á Íslandi. Blessing er fórnarlamb mansals. Er sú staðreynd almennilega viðurkennd í úrskurðunum Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um mál hennar? Eru sársauki hennar og þjáning í þrælahaldi hingað til tekin til almennilegar athugunar? Eru raunsær ótti hennar og hætta metin rétt? Raunar eiga þessar spurningar ekki aðeins við Blessing, heldur öll fórnarlömb mansals. Að senda þau aftur á sama staðinn og þau urðu fórnarlömb er, þó að það farið eftir „ákveðnum vinnubrögðum“ ekkert annað en að hjálpa mansalsaðila óbeinlínis, að fórna fórnalömbunum einu sinni enn. Hvar er þá réttlæti? Hér er Ísland þar sem mannréttindi, jafnréttiskennd og kærleikur eiga að ríkja. Ég vona að yfirvöld hér endurskoði mál Blessing með það á leiðarljósi að sjá fórnarlamb sem fórnarlamb og veiti henni vernd, jafnt sem öllum öðrum fórnarlömbum mansals. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar