Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 14:02 Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna hér að stöðva Kára Kristján Kristjánsson. vísir/elín björg Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira