Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 17:51 Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni. Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni.
Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12