Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 15:36 Búið var að smíða rými úr timbri í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 sem lögreglumaður sem kom á vettvang lýsti sem „svefnskápum“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. Þorkell Kristján Guðgeirsson, eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob, er ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Héraðssaksóknari sakar hann um að hafa stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á „ófyrirleitinn hátt“ með því að hafa látið útbúa búseturými fyrir þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra brunavarna. Þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gekk dómari málsins á Þorkel Kristján um afstöðu hans til ákærunnar sem var ekki skýr þegar málið var þingfest. Enn var fátt um afdráttarlaus svör. „Mér finnst þetta vera of flókið til að segja já eða nei. Þetta er ekkert einfalt,“ sagði Þorkell Kristján. „Ég kann bara ekki að svara þessu á beinan hátt,“ sagði hann. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf hann skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. „Í algerri neyð“ Starfsmenn leigunnar dvöldu í húsnæðinu að Smiðshöfða 7 í Reykjavík um þriggja mánaða skeið frá því í lok árs 2017 fram á árið 2018. Verktakafyrirtækið Smíðaland sem Þorkell Kristján átti einnig leigði húsnæðið en 2findjob sá því fyrirtæki fyrir starfsmönnum. Í ákæru kom fram að bráð íkveikjuhætta hafi verið talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þorkell Kristján segir að þegar fyrirtæki hans leigði húsnæðið að Smiðshöfða hafi það átt að vera geymsla fyrir byggingarvörur og skrifstofa. Hélt hann því fram að engin vinnsla hafi farið fram í húsnæðinu önnur en merkingar á bifreiðum fyrirtækisins. Lýsti hann því að fyrirtæki hans hafi leigt íbúðir fyrir starfsmenn úti í bæ en að á þessum tíma hafi verið erfitt og nánast ómögulegt að fá íbúðir. Á meðan á leit að betra húsnæði stóð hafi verið komið upp aðstöðu fyrir starfsmennina að Smiðshöfða. Hélt hann því fram að þegar lögregla og slökkvilið skoðuðu húsnæðið hafi það verið síðasti dagurinn áður en flytja átti starfsmennina annað. „Þetta var algerlega til bráðabirgða. Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði Þorkell Kristján. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/Vilhelm Á hans ábyrgð að rýmin voru sett upp Þegar Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Þorkel Kristján út í húsnæðið og vistun starfsmannanna þar voru svörin á köflum óskýr. Hann sagðist ekki muna nákvæmlega hversu lengi starfsmenn 2findjobs bjuggu í húsnæðinu en að það hefði alls ekki verið lengur en tveir til þrír mánuðir. Þá vissi hann ekki hversu margir hefðu búið þar en þeir hefðu allir verið erlendir verkamenn. Sérstakleg var fátt um svör hjá Þorkeli Kristjáni þegar spurningarnar beindust að því hvort að leyfi hefðu legið fyrir áður en búseturými voru sett upp í iðnaðarhúsnæðinu. Sagðist hann ekki muna hvort að breytingarnar hefðu verið samþykktar og að hann myndi ekki tímalínu atburða. „Ég held að það hafi kannski ekki legið fyrir leyfi,“ sagði hann en var ekki afdráttarlaus um það hvort hann teldi húsnæðið hafa verið hættulegt sem íbúðarhúsnæði. Spurði saksóknari út í ágalla á húsnæðinu: skort á brunavörnum og flóttaleiðum, rými sem voru smíðuð úr auðbrennanlegu efni, óásættanlegum frágangi á raflögnum og starfsemi með íkveikjuhættu í húsinu. Sagðist Þorkell Kristján ýmist ekki muna eða geta sagt til um hvernig frágangi á húsnæðinu var háttað. Eftir að Kolbrún hafði þráspurt hann um þessi atriði viðurkenndi Þorkell Kristján að aðbúnaður starfsmannanna hefðu ekki verið eins og hann „ætti að vera“ og ítrekaði að um bráðabirgðalausn hefði verið að ræða. Á endanum væri ábyrgðin á því að búseturýmin, sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn lýsti sem „svefnskápum eða kössum“, hans eigin. Varðandi það hvort að búseturýmin hefðu verið ófullnægjandi og sett upp án leyfis sagði Þorkell Kristján ljósmyndir til þannig að það hefði komið fram. Þrætti hann þó fyrir að í húsnæðinu hefði farið fram starfsemi sem íkveikuhætta stafaði af. Neitaði að hafa hagnast á húsnæðinu Björn Líndal, verjandi Þorkels Kristjáns, beindi sjónum sínum að því hvort að hann hefði hagnast á húsnæðinu við Smiðshöfða. „Nei, það var enginn hagnaður,“ sagði Þorkell Kristján. Svaraði hann ekki beint spurningu saksóknara hvort að hann hafði ekki haft ávinning af því að geta bætt við sig starfsmönnum fyrir verktakafyrirtækið Smíðaland með því að leysa húsnæðisvanda sinn með iðnaðarhúsnæðinu. Lýsti hann því að mikill hamagangur hefði verið á vettvangi þegar lögregla og slökkvilið kom þangað. Sérstaklega hafi fulltrúar brunavarna verið reiðir og látið hann heyra það. Verjandinn benti einnig á misræmi um fjölda starfsmanna sem er sagður hafa búið í húsnæðinu. Þorkell Kristján nefndi tíu í framburði sínum, í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hann að 24 hefðu búið þar þegar mest lét en í kæru slökkviliðs til lögreglu var sagt að 25 hefðu búið þar. Kolbrún varahéraðssaksóknari spurði þá Þorkel Kristján aftur út í fjöldann sem bjó í húsnæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest þann fjölda sem hann nefndi í skýrslutökum hjá lögreglu. „Þetta er bara óljóst,“ sagði hann. Dómsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þorkell Kristján Guðgeirsson, eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob, er ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Héraðssaksóknari sakar hann um að hafa stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á „ófyrirleitinn hátt“ með því að hafa látið útbúa búseturými fyrir þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra brunavarna. Þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gekk dómari málsins á Þorkel Kristján um afstöðu hans til ákærunnar sem var ekki skýr þegar málið var þingfest. Enn var fátt um afdráttarlaus svör. „Mér finnst þetta vera of flókið til að segja já eða nei. Þetta er ekkert einfalt,“ sagði Þorkell Kristján. „Ég kann bara ekki að svara þessu á beinan hátt,“ sagði hann. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf hann skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. „Í algerri neyð“ Starfsmenn leigunnar dvöldu í húsnæðinu að Smiðshöfða 7 í Reykjavík um þriggja mánaða skeið frá því í lok árs 2017 fram á árið 2018. Verktakafyrirtækið Smíðaland sem Þorkell Kristján átti einnig leigði húsnæðið en 2findjob sá því fyrirtæki fyrir starfsmönnum. Í ákæru kom fram að bráð íkveikjuhætta hafi verið talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þorkell Kristján segir að þegar fyrirtæki hans leigði húsnæðið að Smiðshöfða hafi það átt að vera geymsla fyrir byggingarvörur og skrifstofa. Hélt hann því fram að engin vinnsla hafi farið fram í húsnæðinu önnur en merkingar á bifreiðum fyrirtækisins. Lýsti hann því að fyrirtæki hans hafi leigt íbúðir fyrir starfsmenn úti í bæ en að á þessum tíma hafi verið erfitt og nánast ómögulegt að fá íbúðir. Á meðan á leit að betra húsnæði stóð hafi verið komið upp aðstöðu fyrir starfsmennina að Smiðshöfða. Hélt hann því fram að þegar lögregla og slökkvilið skoðuðu húsnæðið hafi það verið síðasti dagurinn áður en flytja átti starfsmennina annað. „Þetta var algerlega til bráðabirgða. Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði Þorkell Kristján. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/Vilhelm Á hans ábyrgð að rýmin voru sett upp Þegar Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Þorkel Kristján út í húsnæðið og vistun starfsmannanna þar voru svörin á köflum óskýr. Hann sagðist ekki muna nákvæmlega hversu lengi starfsmenn 2findjobs bjuggu í húsnæðinu en að það hefði alls ekki verið lengur en tveir til þrír mánuðir. Þá vissi hann ekki hversu margir hefðu búið þar en þeir hefðu allir verið erlendir verkamenn. Sérstakleg var fátt um svör hjá Þorkeli Kristjáni þegar spurningarnar beindust að því hvort að leyfi hefðu legið fyrir áður en búseturými voru sett upp í iðnaðarhúsnæðinu. Sagðist hann ekki muna hvort að breytingarnar hefðu verið samþykktar og að hann myndi ekki tímalínu atburða. „Ég held að það hafi kannski ekki legið fyrir leyfi,“ sagði hann en var ekki afdráttarlaus um það hvort hann teldi húsnæðið hafa verið hættulegt sem íbúðarhúsnæði. Spurði saksóknari út í ágalla á húsnæðinu: skort á brunavörnum og flóttaleiðum, rými sem voru smíðuð úr auðbrennanlegu efni, óásættanlegum frágangi á raflögnum og starfsemi með íkveikjuhættu í húsinu. Sagðist Þorkell Kristján ýmist ekki muna eða geta sagt til um hvernig frágangi á húsnæðinu var háttað. Eftir að Kolbrún hafði þráspurt hann um þessi atriði viðurkenndi Þorkell Kristján að aðbúnaður starfsmannanna hefðu ekki verið eins og hann „ætti að vera“ og ítrekaði að um bráðabirgðalausn hefði verið að ræða. Á endanum væri ábyrgðin á því að búseturýmin, sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn lýsti sem „svefnskápum eða kössum“, hans eigin. Varðandi það hvort að búseturýmin hefðu verið ófullnægjandi og sett upp án leyfis sagði Þorkell Kristján ljósmyndir til þannig að það hefði komið fram. Þrætti hann þó fyrir að í húsnæðinu hefði farið fram starfsemi sem íkveikuhætta stafaði af. Neitaði að hafa hagnast á húsnæðinu Björn Líndal, verjandi Þorkels Kristjáns, beindi sjónum sínum að því hvort að hann hefði hagnast á húsnæðinu við Smiðshöfða. „Nei, það var enginn hagnaður,“ sagði Þorkell Kristján. Svaraði hann ekki beint spurningu saksóknara hvort að hann hafði ekki haft ávinning af því að geta bætt við sig starfsmönnum fyrir verktakafyrirtækið Smíðaland með því að leysa húsnæðisvanda sinn með iðnaðarhúsnæðinu. Lýsti hann því að mikill hamagangur hefði verið á vettvangi þegar lögregla og slökkvilið kom þangað. Sérstaklega hafi fulltrúar brunavarna verið reiðir og látið hann heyra það. Verjandinn benti einnig á misræmi um fjölda starfsmanna sem er sagður hafa búið í húsnæðinu. Þorkell Kristján nefndi tíu í framburði sínum, í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hann að 24 hefðu búið þar þegar mest lét en í kæru slökkviliðs til lögreglu var sagt að 25 hefðu búið þar. Kolbrún varahéraðssaksóknari spurði þá Þorkel Kristján aftur út í fjöldann sem bjó í húsnæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest þann fjölda sem hann nefndi í skýrslutökum hjá lögreglu. „Þetta er bara óljóst,“ sagði hann.
Dómsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent