Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 18:36 Umferðarofsi þar sem ökumenn gáfu hvor öðrum niðrandi fingurmerki var kveikjan að málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira