Vond saga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2021 19:50 Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hrunið Vinnumarkaður Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun