Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar 28. maí 2025 11:00 Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar